miðvikudagur, október 27, 2004

Brjálað veður

Það var aldeilis brjálað veður hérna um daginn. Allt kolófært og skyggni lítið sem ekkert. Ég ætla að ath hvort ég geti ekki sýnt ykkur myndir sem ég tók.
En í svona veðri þá langar manni alltaf í snjógallann og drífa sig út. Það var auðvitað gert.. Farið með vinnujeppana á dekkjarverkstæði og vetrardekkjum skellt undir. Síðan var bara skófla á pallinn og haldið af stað. Við fórum nú ekki langt þar sem miðstðin var afar slöpp og ekki var skyggnið gott fyrir. Það var því bara farið með þá á verkstæði, miðstöðin löguð af manni sem gerði eeeeekert annað en að blóta og svo farið í smá jeppatúr. Þar sem um vinnubíla er að ræða þá þorðum við ekki langt því það hefði verið aulalegt að þurfa að skilja þá eftir einhversstaðar eða kalla eftir aðstoð og þurfa þá um leið að útskýra hvað í andsk. við vorum að þvælast á bílaleigubílunum frá vinnunni í e-m skemmtitúr. En jæja þetta var samt mjög skemmtilegt og útlendingarnir sem hérna eru hristu bara hausinn og töluðu um að fara bara sem fyrst til síns heima.

Jæja hérna eru 2 myndir en því miður engin úr jeppaferðinni miklu, sem var síðan bara smá spölur!!!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com