þriðjudagur, janúar 25, 2005

Slóvenar og rauður himinn

Jæja þá eru það Slóvenar í kvöld. Vonandi að “strákarnir okkar” spili nú almennilegan bolta allan tímann.
En leikurinn á móti Tékkum... úff þetta var bara ekki hægt. Var orðinn mökk fúll um tíma í seinni hálfleik. Sérstaklega þegar menn voru með hvern annan sendingafælinn í röð. En svo var eins og pústið væri búið hjá Tékkum.. og þessi tudda kafli kom hjá ísl. Well done það. Held að leikurinn í kvöld verði mjög erfiður og ég spái okkar mönnum tapi. 29-25.
Eins og áður þá væri gaman að fólk spái fyrir um úrslit.

En svo er það þessi mynd hérna að neðan. Ég hef aldrei séð himininn svona rauðan og þetta var tilkomumikil sjón. Myndin nær aldrei að fanga augnablikið en ég læt hana samt flakka. Svo er best að hafa sem fæst orð um myndavélar og gæði mynda eftir þá útreið sem ég fékk síðast.

Horft út Reyðarfjörðinn Posted by Hello
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com