miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Sagan af Guðmundi

Þessi saga var sögði í útvarpinu fyrir all nokkrum árum, og er hvert orð hennar satt.

Guðmundur vinnumaður var eitt sinn á gangi norður í Fljótum þegar að hann rekst á bjarndýr og var Guðmundur óvopnaður. Tókst þá ógurlegur bardagi sem stóð lengi dags og frammundir kvöld. Kom þar að ísbjörninn náði að bíta hendurnar af Guðmundi og skemmdust þar forláta vetlingar sem Guðmundur sjálfur hafði prjónað þá um veturinn. Tók Guðmundur þessu afarilla og rann á hann berseksgangur en var þó annálaður stillingarmaður. Skiptir það engum togum að Guðmundur nær að hafa bjarndýrið undir og bítur það á barkan. Var björninn þá allur og er hann úr sögunni. Guðmundur gengur nú handalaus heim til bæjar og mætir Sigga litla smala í bæjargöngunum. Víkur hann sér þar að Sigga og segir við hann: “Siggi minn. Þú mátt eiga vetlingana mína, vinur. Ég þarf ekki að nota þá lengur.”

Var þessi saga lengi höfð á orði í Fljótunum til marks um gjafmildi Guðmundar.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com