laugardagur, október 15, 2005

Tekur daginn snemma...

Góðan daginn

Hérna sitjum við Hrafn Elísberg og drekkum kaffi og stoðmjólk. Klukkan rétt orðin 6 og Hrafn búinn að gefast upp á að kúra upp í rúmi.. Það má því með sanni segja að drengurinn tekur daginn snemma. Mér finnst svo yndislegt að vera kominn heim að ég rýk á fætur og við feðgar eigum smá quality tíma í morgunsárið.
Þýðir samt ekkert að vera þreyttur á eftir. Nú á að reyna að klára hlutina hérna.. Setja upp hillur, myndir og allt það sem fylgir því að flytja. Ohh get ekki sagt að þetta sé mín sterka hlið, ég er frekar latur við svona en það er alltaf gaman þegar þetta er búið og eins og e-r segir.. illu er best af lokið.
Af vinnumálum er það að frétta að ég kann bara mjög vel við mig og það eru spennandi verkefni framundan. Stofan hefur muuuun yngra fólk en VST og tíðarandinn því aðeins öðruvísi!!
Aðeins meiri morgundögg og svo er það þvotturinn!!

Hafið það gott um helgina!!!

hils
hoa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com