mánudagur, september 12, 2005

Þá er það komið á hreint

Eins og áður hefur komið fram þá er ég búinn að finna mér nýja vinnu og er það á verkfræðistofunni Línuhönnun. Það verður frábært að “koma loksina heim” frá Danmörku. Eftir að við fluttum heim þá hef ég verið meira og minna hérna á Austurlandi. Nú hættir þessi “heimþrá / útþrá” til DK vonandi. Það verður gaman að geta gert venjuleg hluti aftur.. Á móti kemur að nú er eyðslutímabilinu lokið, og hananú. Flottur endir á því hjá Klöru í Þýskalandi. Það er virkilega leiðinlegt að þurfa að hætta á VST en þar sem verkefni fyrir mig í Reykjavík voru af skornum skammti, þá var þetta eina ráðið.
Það er ekki alveg komið á hreint hvenær ég hætti hérna fyrir austan, það á eftir að komast að samkomulagi um það. Smá ágreiningur í þeim efnum, en þetta eru góðir menn og málið verður leyst í mesta bróðerni. Læt ykkur vita hvernig þessi mál þróast.
Aðrar góðar fréttir eru þær að við erum búin að fá Spóahöfðann!! Já áttum ekki að fá afhent fyrr en 1. okt en þetta indæla fólk græjaði þetta bara í gær... Fullt af jákvæðum fréttum og ekki annað hægt að segja en það sé gríðarlega bjart framundan. Núna er bara að mála og kannski láta pússa upp parketið (úff dýrt) og svo bara að flytja inn. Nú reynir á félagana varðandi hjálp við að mála og flytja... Allir velkomnir :-)
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com