föstudagur, júní 29, 2007

Sumarfrí

Daginn
Síðasti dagur fyrir sumarfrí!!
Er að reyna að klára allt í vinnunni til að geta komist í frí. Skil samt fullt eftir handa Júlla, fellow surveyor hér á LH!!
Skilaði inn teikningum af húsinu um daginn og viti menn, það gekk í gegn á -1 degi og athugasemdalaust. Magnað það!
Djö..ég er farinn að hafa áhyggjur af mínum mönnum í Víking. Komnir í 8. sætið og þar sem maður er nánast alinn upp við að tapa og falla, þá fer maður strax að hafa áhyggjur af því!!
Þar sem þetta eru nokkurs konar stiklur þá ætla ég að koma inn á eitt. Atvikið með hundinn sem var drepinn í töskunni fyrir norðan. Algjörlega óskiljanlegt hátterni og maður verður brjálaður að heyra svona viðbjóð. EEEennn svo les ég í mogganum í morgun að fjöldi fólks, margir með hunda, kom saman á Akureyri, í Reykjavík og Hveragerði í gærkvöldi á kertavökum sem haldnar voru til minningar um hundinn…. Ætla ekki að vera með e-a stæla.. en Sjammón hérna… Minningarvaka um hund.. Úff þetta er of mikið, of mikið fyrir Hjössa mæló!

Jæja verð að rífa þetta í mig.. Svo er stefnan sett á Höfn strax eftir vinnu… Það held ég að Klara sé búin að ákveða allt varðandi ferðanammið og hvernig því verður háttað.. Hvenær má borða hvað og svoleiðis!!
Góða helgi
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com