föstudagur, júní 01, 2007

„Do you want the change”

Verð að deila með ykkur smá pirri út í afgreiðsludömu á Oliver í gærkvöldi.
Kíktum á Óliver eftir að hafa verið úti að borða með vinnunni. Var þar að bíða eftir afgreiðslu og það var útlendingur að kaupa 4 drykki við hliðina á mér. Drykkirnir kosta 5.800 segir hún og hann tekur upp seðla og í smá fáti lætur hann stelpuna fá 11.000 kr. Hún fer í kassann og nær í 200 kall en kremur auka 5000 kallinn í lófanum. Sýnir honum svo 200 kallinn og spyr „Do you want the change” Nei nei segir hann og þá treður hún 5000 kallinum í sokkabuxurnar sínar…. Meika ekki að ég hafi ekki pikkað í manninn og bent honum á þetta… Langaði líka að segja við afgreiðsludömuna að minn drykkur ætti að borgast með 5000 kallinum í sokkabuxunum hennar. Ohhhh
1. júní í dag, afmælisdagur Beggu Gröndal. Get ekki munað hvaða ár það var sem hún dó. Held samt að það hafi verið ’93??
Skíta veður úti núna.. Hlakka til að gera ekki neitt um helgina..
Góð færsla maður!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com