fimmtudagur, október 28, 2004

Kúlurnar

Hérna fyrir austan vann ég fyrstu vikurnar mikið með honum Steina. Ég kalla hann Steina mæló eftir nafna hans úr Mosfellsbæ. En Steini berst við sjúkdóm sem er kúluát. Ég smitaðist af sjúkdómnum og át kúlur í tíma og ótíma. Við gerðum það að vana að fara eftir mat í hád. og kaupa stóran Nóa kúlupoka. Á leiðinni upp á vinnusvæði var síðan ekki sagt orð.. þá var einbeitt sér að því að háma kúlur. Svo var farið út að mæla og ca. ein lúka af kúlum með. Oftar en ekki gerðum við okkur ferð fram hjá Golfinum og teygt sig eftir einni lúku. Við urðum strax vinsælir hjá vinnumönnum á svæðinu því stundum vorum við í góðu skapi og buðum upp á kúlur. En í dag er annað upp á teningnum, ég er hættur að fara með Steina inn á Reyðarfjörð, er bara hérna á Egilsstöðum. Þessi breyting hefur læknað mig af kúlusjúkdómnum. Í dag borða ég ég bara HEILSUnammi... ohhhh það er svo gott, súkkulaðihúðaðir bananar og hnetur og svoleiðis. Af því að þetta heitir heilsunammi þá hlýtur þetta að vera hollt og örugglega grennandi!!!!
En talandi um kúlusjúkdóminn þá þekki ég til eins manns sem er með hann á hæsta stigi, það er Helgi nokkur Gúmm. Sá er stanslaust að háma kúlur og kunnugir segja að hann vakni upp á nóttunni til að troða í sig nokkrum stykkjum. Þetta er ekki hægt...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com