fimmtudagur, mars 17, 2005

Boltinn

Horfði á íþróttir í gærkvöldi á RÚV, sem sýnt var meðal annars frá körfunni. Mér þykir það alltaf jafn fyndið að heyra hvað kanarnir eða útlendingarnir skora mikinn hluta stiganna. Td. hjá KR í gær, 2 kanar gerðu öll stig nema 2 í fyrri hálfleik. Einkennandi fyrir það sem ég sá í gær, var að e-r ísl var kominn í gott skotfæri en alltaf leituðu þeir af kananum sínum, þótt hann væri dekkaður í vonlausu færi....Ég man nú þá tíð þegar bara 1 útlendingur mátti vera í hverju liði, þá skoruðu nú íslendingarnir inn á milli. Æji ég veit að þetta er þreytt umræða en mér finnst þetta bara út í hött. Svo var fyrirsögn í einhverju blaðanna um daginn sem sagði: “Íslendingarnir koma til með að skipta sköpum í leikjum kvöldsins”!!! Gaman að því að þeir skuli vera mikilvægir í liðum sínum....
Svo varð HK ísl meistari í blaki karla í gær, þar tók þjálfarinn og fyrirliðinn við bikarnum. Hann vill greinilega vera allt í öllu sá ágæti maður. Ef það væri tekin víti í blaki þá væri hann pottþétt vítaskytta líka.
Nú fyrst við erum byrjuð að tala um íþróttir þá eiga Víkingar svaka leik f. höndum um helgina að ég held. Þá er það úrslitaleikur við Þór á Ak um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Nú er bara að treysta á Guð og Þröst Helga.. En með hjálp þeirra tveggja hefur Víkingur oft farið með 2 stig þaðan.

Nóg í bili..

Hils að austan
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com