mánudagur, júlí 25, 2005

Ekki er öll vitleysan eins

Já stundum á maður það til að haga sér eins og fífl. Í gær héldum við smá kveðjupartý fyrir Paulius sem er mælingamaður og er að hætta hérna og fara heim til Litháens. Við fórum upp í Hallormsstað, og grilluðum í blíðskaparveðri í Atlavík. Eftir grill var haldið á Lagarfljótsorminn og farið í siglingu. Þegar dallurinn nálgaðist bryggju þá tóku nokkrir vitleysingar sig til og henntu sér út í ískalt Lagarfljótið, sem er bæ ðe vei jökulvatn. Þetta vakti auðvitað mikla kátínu þeirra sem voru á bátnum og einnig þeirra sem voru við fjöruborðið. En eitt get ég vottað.. Þetta var andskoti kalt og langt þangað til að ég geri þetta aftur.... En þetta var samt fönný meðan á stóð..

hils úr sólinni


Hjörtur Örn Arnarson og aðrir ofurhugar Posted by Picasa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com