föstudagur, október 21, 2005

Stiklað á stóru...

Það var hrikalega gaman á tónleikunum með Jeff Who? síðustu helgi. Enduðum kvöldið á 22 og þá var Bjarki nokkur Sig hissa. Sýnir kannski hvað sumir eru langt eftir á.. Þarna voru að hans mati ekkert nema hommar og lessur og hver sá sem á hann yrti var auðvitað snar öfugur. Sjálfur var ég mænuskaddaður af ölvun en hrikalega skemmtilegt kvöld...

Er virkilega ánægður í nýja djobbinu.. Sambland af mælingum, kortagerð og GIS vinnu.. Hljómar kannski undarlega en það er akkúrat eins og ég vill hafa það...

Fengum lánaðan bíl hjá Írisi og Sæbba Rokk til að redda okkur næstu vikurnar. Fínasti bíll en ekkert útvarp og miðstöðin virkar bara í botni... Til að bæta gráu ofan á svart þá kemur þessi rudda skítalykt úr miðstöðinni þegar hún er sett í botn... Það er því annaðhvort að frjósa úr kulda eða halda niðri í sér andanum..

Sé fram á rokk og rólegheit þessa helgi og verður það ágætt að slap lidt af og klára að hengja upp helvítis myndirnar og ljósin.. ohhh þoli ekki svona heimilisstúss

Hils
Hjössi
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com