föstudagur, apríl 28, 2006

Mellur, reiðbuxur, frí og fl

Hjössi mæló búinn að vera bissí síðustu daga, þ.a.l. engar nýjar getraunir. Margt búið að gerast síðustu misseri. Afmæli hjá Helga Eysteins sem var magnað max og svo virkilega skemmtileg hestaferð á laugardaginn sl. Eins og við flest vitum þá skiptir það gríðarlegu máli að lúkka vel í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur. Hestaferðir eru þar engin undantekning. Ég lagði ýmislegt á mig til að verða mér úti um reiðbuxur og það hafðist og vill ég meina að ég hafi gert gott mót í þeim. Vissulega eru reiðbuxur ekkert sérlega flottar, en maður lúkkar pró á baki í þeim!!!! Sjúkur??? Fórum góðan túr og vélbyssukjafturinn stóð undir nafni.. ég malaði stanslaust alla leiðina!!!! Gaman að kommentum í síðustu getraun. Þar var hraunað yfir allt og alla og hvúsrlags leiðinda getraunir þetta væru. Kobbi vildi fá gamlar mellur og hljómsveitir og Stebbi G. talaði um mömmu hans í beinu framhaldi.. haha það þótti mér fönní. Er alveg að fíla að það sé að koma 3 daga helgi núna aftur.. ég hreinlega elska þessa frídaga!!! Björn Hák og Örn Viðar eru á leið á fund til mín í kvöld til að hreinsa til í sínum málum. Björn er draghaltur eftir þann stutta frá því á síðustu æfingu. Svo er það bústaður á morgun til séra Össa Hen og Bjöggu Magg í Vaðnesið. Þar verður konni við hönd, það er á tandur.. Jón Viðar er svo búinn að bjóða mér í kaffi á sunnudaginn… Jæja farinn út að tana mig!!!!

Góða helgi!!!!!


Ég, reiðbuxurnar, Keli og Viktor slátrari
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com