mánudagur, mars 06, 2006

Bílasölur.is


Hleypt úr Posted by Picasa

Var í síðustu viku uppi á Fljótsdalsheiði að mæla. Veðrið var eins og best var á kosið, sól, hægur vindur og ca. 15 stiga frost. Fór með Júlla fjallarottu á bílnum hans og það var jeppast aðeins eins og myndin sýnir. Þurftum að berja okkur í gegnum 30 – 50 cm klakabrynju með járnkalli og sleggjum til þess að koma niður stórum hælum. Var með rudda harðsperrur í puttunum og höndunum eftir barsmíðarnar. Fordinn enn óseldur og ég efast um að bíllinn seljist nema að hann standi á sölunni. Ég er alveg að fara hamförum á bilasolur.is... Maður verður bara ruglaður á þessu. Búinn að skoða ca. 37 þúsund bíla. Verst er að þeir verða alltaf dýrari og stærri eftir því sem tímarnir líða. Þarf að ná mér niður á jörðina aftur. Bílarnir urðu aðeins ódýrari um mánaðarmótin þegar VISA frændi kom í hús.. Jedúddamía!!!!! Var í afmæli hjá Nonna nef á föstudaginn og þar var fjeer og mikil ölvun. Endalaus 30. afmæli þetta árið. Fjandinn maður fer að komast á bloddý fertugsaldurinn.. Það er farið að síga á seinnipartinn hjá manni.. Hjössi gamli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com