mánudagur, apríl 10, 2006

Þjóðnýtt

Góðan daginn allir saman!

Ég misskildi víst hann Nonna vin minn með að „vera undan á netið” Tek þessari ábendingu og bæti úr. Kem til með að koma með næstu getraun á morgun, þriðjudag kl 08:00

Þá ættu allir að hafa jafna möguleika á að vinna sé inn einn ríkisheitan öl sem verður að drekkast í Spóahöfðanum. Svo verð ég nú líka að koma með e-ð annað en endalausar getraunir. Þetta er samt týpískt ég, finn e-ð flott eða skemmtilegt.. þá er það þjóðnýtt þangað til að það er orðið ónýtt eða leiðinlegt. Rétt eins og þegar ég kaupi mér nýjar gallabuxur, þá er ég BARA í þeim þangað til að það kemur gat og þá fer maður og kaupir nýjar.. Ég er bara að missa allt töts í þessum bransa (var nú með smá metnað hérna áður fyrr). Nú er ég líka byrjaður (ómeðvitað) að girða bolinn ofan í buxurnar, sem fer mjög illa í Klöru Gjé. Þetta er smá Magga bró syndrom, tja eða bara Sigga Elvars syndrom, sá girti bolinn ofan í nærbuxurnar maður… ussss.

Var nánast edrú um helgina sem leið og svei mér þá ef það var ekki kominn tíma á það. Ætti því að vera sprækur í dag og næstu daga. Smá huggun þá í því að ég veit að ég er að fara að fá mér á miðvikudaginn!!!

Ekki meira í bili, þarf að fara að vinna e-ð og já finna efni í næstu getraun!!

Hils

hoa

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com