miðvikudagur, janúar 10, 2007

Árið 2006 gert upp. (Fyrir þá sem hafa lítið að gera)

Janúar byrjaði rólega og lítið að gerast nema hvað bumban stækkaði ört og það mikið að ég ákvað að deila því með lesendum Hjössa mæló.
Fór í skemmtilega mælingaferð á 6-hjóli, festi mig, velti hjólinu og fleira í þeim dúr.. Samt skemmtilegt.
Í febrúar var ég að missa mig yfir helvítis múslimunum í Danmörku og víðar eftir að skopteikningarnar birtust í Jyllands Posten. Stuttu síðar sendi ég svo Ragnhildi eina til DK til að reyna að sætta deiluaðila. Já og þá var ég líka farinn að hugsa um að stækka við mig í bílamálum.
Mars var mjög skemmtilegur mánuður og þá var Fordarinn settur á sölu. Áður en hann seldist var Patti kominn í hús. Þá var Hjössa skemmt en vissulega hafði ég áhyggjur að Fordinn myndi ekki seljast strax. Hann seldist þó stuttu síðar og þar með var tímabilinu sem ég átti flottan bíl lokið. Í mars fór ég í virkilega skemmtilega mælingaferð austur á Fljótsdalsheiði. Ohhh hlakka til að fara í aðra svoleiðis ferð. Talandi um skemmtilegar ferðir, þá var stórkostleg upplifun að fara til New York með Nonna nef!! Vá hvað mér fannst það gaman. Endaði svo mánuðinn á að kaupa Volvo.
Apríl var sumarbústaðamánuðurinn mikli! Fórum 3x í bústað og höfðum það gott. Þann mánuðinn hófust líka hinar geysivinsælu getraunir Hjössa mæló.
Maí var konulaus mánuður að hluta. Þá fór Klara og BB til Tælands að kynna sér starf vændiskvenna. Enn ein skemmtileg mælingaferðin var farin, núna norður á Hólmavík og þar hitti ég fyrir Galdrakallinn Sigga. Það voru quality times. Þeyst um á 6-hjóli og svo drukkið öl á kvöldin með Sigga.
Júní var tími stórafmæla. Ég 30, mamma 60 og Ragnhildur 9 ára. Skelltum okkur til DK í frí.
Júlí, þá var röðin komin að Klöru sætu að komast á fertugsaldurinn. Lítið að gerast í netmálum þá, aðeins ein frétt þann mánuðinn..
Í ágúst bættist lítil kisa í fjölskylduna, Mæja sækó. Lítið annað markvert þann mánuðinn.
September var stórkostlegur mánuður, Stones mánuður. Gamall draumur varð að veruleika og ég var í margar vikur að ná af mér brosinu. Tekur því ekki að minnast á aðra hluti þegar búið er að tala um Stones…
Október var tími Færeyja og yfirvaraskeggsins. Frábær ferð til Færeyja og fyrsta skipti sem ég safna yfirvaraskeggi. Í október kom líka upp stóra 118 málið! Þar eltist ég um nokkur ár og skrifaði kvörtunarbréf til 118 af því þeir svöruðu mér ekki einn morguninn! Fékk mörg komment út á það.. enda engin furða.
Nóvember var tími stórkaupa! Kvíslatunga 82 keypt fyrir litlar 8.5 milljónir. Mikið að gerast á Hjössa Mæló og mikið bloggað um daginn og veginn.
Desember fór að mestu í að dásama lóðarkaupin og pælingar í húsamálum. Hrafn Elísberg varð 3 ára og var haldið upp á það með pompi og prakt.
Árið liðið og aldrei kemur það aftur. Áfallalaust og gott á enda og vonandi verður það næsta jafn skemmtilegt og viðburðaríkt.

Hils frá Hjössa Mæló
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com