laugardagur, október 30, 2004

Bubbi Morthens

Skellti mér á tónleika á Hótel Valaskjálf með Bubba Morthens í gær. Ég verð að segja það að kallinn var bara helvíti góður. Hann spilaði mikið af nýju plötunni en gamlir og sígildir smellir eins og Sumarið er tíminn inn á milli. Mjög flottur fluttningurinn hjá honum á því lagi. Í dag er vinna og enginn afsláttur þar, mættur rétt fyrir 7 að vanda. Er því búinn að vera latur í dag og vona ég hér með að enginn yfirmanna minna lesi þetta nokkurn tímann. Fór heim milli 2 og 4 til að horfa á fótbolta. Hefði betur sleppt því, þvílík hörmung hjá mínum mönnum.. tapa fyrir Portsmouth 2-0.... Þetta er skandall Bragi!!!!

Það var því unnið lengur í kvöld og borðað á Söluskálanum.. yet again. Klara og krakkarnir í lambalæri hjá Elísu á meðan.. Úff hvað ég væri til í lambalæri.

VST er með jarðskjálftamæli í gömlu hlöðnu húsi inni á Reyðarfirði og þangað þurfa mælingamenn að kíkja inn á milli og ath hvernig þau mál ganga. Síðast þá gleymdi einn ónefndur mælingamaður að loka töskunni sem mælirinn er í og í dag þegar kíkja átti aftur á mælinn þá blasti við frekar ógeðsleg sjón. Það var eins og allar mýs á Austurlandi hefði notað töskuna sem kamar síðustu vikurnar. Taskan var full af músaskít og "músapissi". Greyið Björn Sveinsson útibústjóri hér á EG kúgaðist mikið þegar hann var að hlúga að tækinu og hreisa það af skítnum.

Jæja best að fara út í söluskála og borða þar ...í 3, skipti í dag.

Go' weekend

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com