sunnudagur, mars 20, 2005

Menningarmunur

Steini Mæló bauð kallinum í mat og með því í gærkvöldi (laugard.), mér var boðið í “bak” eða bara hrygg eins og við hin köllum það. Eins og áður hefur komið fram á Austuland að Glettingi þá er Steini mikill veiðimaður og skýtur nánast allt sem hreyfist. Þegar Patrek 5 ára sonur hans er að fara að fá sér fyrsta bitann, stoppar hann og spyr pabba sinn, “pabbi hver skaut eiginlega þetta kjöt”. Tja.. þá áttaði ég mig á að hérna er nú smá menningarmunur. Það var ekki eins og Ragnhildur hafi verið að spá í hverjir hefðu skotið kjetið sem við átum, þegar hún var á hans aldri. Svo var spilað fram eftir kveldi og drukknir nokkir öl (steini fékk sér nú bara whiskey og svo landa í cider). Síðan fékk ég að leggja mig í sófanum og kom því vel seint í vinnu í morgun, eða um 9.
Víkingarnir gerðu góða ferð norður í gær og viti menn, Þrölli í banastuði og 2 stig í húsi, sem þýðir aukaleiki við FH. Well done....
Gutti Gubb og frú voru að fjárfesta í húsi í Mosó og fagna ég komu þeirra mikið. Velkom tú Mosó!!!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com