þriðjudagur, apríl 12, 2005

Dilemma

Sælar
Hjössinn kominn aftur austur og get ekki sagt að það sé nein gleði og hamingja. Hér er skítaveður, sjókoma og hávaðarok. Helgin var fín að venju, spenduðum fullt af monní, fórum í Skorradalinn í bústað, gifting á laugardaginn og så videre...
Annars erum við í smá klemmu.. Okkur bráðvantar stærra húsnæði, en ég er ekki viss um hvenær ég get hætt í Fjarðaálsverkefninu. Nenni ekki að standa í að kaupa og aldrei heima. Ég er búinn að nefna við Klöru að flytja bara hingað austur, í eitt ár eða svo. Það er bara ekki hægt að vera áfram svona lengi í burtu. Klara tók alls ekkert illa í það en þetta er nú bara hugmynd og ekkert hefur verið ákveðið. Svo til að bæta gráu ofan á svart þá sáum við í gær helvíti fínt hús til sölu í Mosó.. En jæja þetta skýrist á næstu dögum, vikum...
Smá grín með.


Karlremba? Posted by Hello
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com