miðvikudagur, október 26, 2005

Núna er það kallt

Miðstöðin í bílnum hennar Írisar gafst bara upp í gær. Núna er engin miðstöð og veðrið ekki sérlega heitt þessa daganna. Það rifjast upp ástandið á Skódanum hérna í den. Þá var skafan á lofti allan tímann. Verð að láta kíkja á þetta því ég meika ekki að vera stanslaust að þurrka móðuna af og vera að drepast úr kulda. Eina jákvæða við þetta er að nú er engin skítalykt í bílnum., nema bara náttúruleg af mér þá.... :)
Tarfagleði í Spóahöfðanum næstu helgi. Þá hittumst við frændur, bræður, mágar og ská-frændur og fáum okkur í glas og hlustum á Rolling Stones. Vantar e-ar hugmyndir af því hvernig ég get brotið þetta upp. Þ.e. að við gerum e-ð annað en bara að drekka og hlusta á Stones. Hópurinn er mjög óeinsleitur, leikhússjóri, söngvari, tryggingamaður, uppgjafa íþróttamenn og fl. og því er það erfitt verkefni að finna upp á e-u sem öllum líkar. Eina sem mér dettur í hug eru e-r rudda drykkjuleikir sem eru vissulega skemmtilegir en þarf bara e-ð meira!!!!! Hugmyndir plííís...

Hjössi Tarfur
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com