föstudagur, janúar 13, 2006

"Extreme measurements"

Já ég komst í hann krappann í vikunni. Ég skellti mér út fyrir borgarmörkin í mælingaferð og var með 6-hjól með mér. Þetta væri nú ekki frásögufarandi nema að e-ð hefði komið upp á. Dagurinn byrjaði nú ekki vel, ætlaði aldrei að koma mér af stað og loksins þegar ég komst af stað og var kominn langleiðina þá fattaði ég að mig vantaði eina snúru og þurfti að snúa við. En jæja allt gekk þetta á endanum og ég komst austur og byrjaði að þeysa um á hjólinu.. Hrikalega gaman og ótrúlegt hvað þessi andskoti kemst mikið. En svo byrjaði að rökkva og það snjóaði mikið. Ég kem að háum bakka sem ég þorði ekki að fara niður á hjólinu. Þegar ég ætlaði að bakka þá spólaði ég bara og ég sá fyrir mér fyrirsagnirnar í DV.. “Ökuníðingur við Úlfljótsvatn veldur miklum gróðurskemmdum”. Ætlaði að fara aðeins nær bakkanum til að koma á ferðinni en þá vildi ekki betur til en ég fór af stað niður bakkann.... Þetta var niðurstaðan og það er skemmst frá því að segja að það fór alla leið.... Óskemmtileg bylta það en vissulega fer þetta í reynslubankann!!!!


Já það fór svo alla leið.... Posted by Picasa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com