þriðjudagur, janúar 31, 2006

LOST.. bolti og Arabar



Vááááá hvað LOST var góður í gær….
Sat límdur við sófann og fagnaði gríðarlega endurkomu þessa snilldar þáttar.
Á fyrstu 5 þættina í þessari seríu á tölvunni en náði að berjast við löngunina í gær.. lofa engu í kvöld….
Annars allt rólegt að frétta frá Hjössa mæló.. Þarf sennilega að skreppa austur á Egilsstaði á fimmtudaginn að bora nokkrar cobra holur.. Steini Mæló.. Það er eins gott að Merete hafi e-ð gott í matinn þá :)
Rússaleikurinn á eftir, frekar svartsýnn á leikinn og spái 29-23 f. Rússum. En vonum það besta. Hvet alla til að lesa pistilinn sem Óli Stef skrifaði inn á bloggið hans Birkis Ívars. Eðlilegur maður þar á ferð!!
Ekki að meika öll þessi læti í blessuðum Aröpunum, út af teikningunni í Jyllands Posten. Enda ekki fyrir mig að skilja þetta. Svo eru Arabar í Palestínu að biðja fólk um að vera víðsýnna í garð Hamas.. Víðsýni mæ eeess
Jæja áfram Ísland og LOST

hoa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com