þriðjudagur, maí 30, 2006

Hjössi á galdraslóðum

Já ég er staddur á Ströndum, nánar tiltekið á Hólmavík hjá Sigga frænda! Hann er að vísu frændi hennar Klöru, en þar sem hann er gegnheill snillingur, eigna ég mér frændsemi hans líka. Ég er að mæla upp í Arnkötludal fyrir vegi sem þar á að koma. Þeysist um á 6 hjóli og það finnst Hjössa alltaf jafn gaman. Náði auðvitað að festa mig í dag, bara rétt til að krydda upp á þversniðsmælingarnar. (Ausa!!! ekki segja að ég sé lúði..) Á Hólmavík er aldeilis fín sundlaug og ég ákvað að skella mér í pottinn eftir erfiðan dag, en nei nei.. það er verið að gera við laugina, í dag og fram á föstudag.. Nákvæmlega þann tíma sem ég er á staðnum.. Greit!!
Siggi á leiðinni frá Reykjavík þessa stundina og því eru bara ég og kötturinn Emil (borið fram e-mail) einir heima.
Merkileg helgi í lífi Hjössa mæló framundan.. Já þá verð ég gamalmenni.. Fertugsaldurinn gengur þá í garð.. Halelúja!!!! Einnig er 60 ára afmæli Bjöggu Magg haldið hátíðlegt. Vá þá er hún að komast á sjötugsaldrinn! Dí þetta fer bara að verða gott hjá henni!!!
Galdrakveðjur frá Ströndum…
Hjössi galdur

Fallegt á Hólmavík
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com