þriðjudagur, maí 23, 2006

Long tæm nó

Það gengur bara vel í konulausum spóahöfðanum. Ég kann vel við að vinna styttri vinnudaga, kominn heim rétt um 4 fer þá að þrífa og taka til eins og mófó. Merkilegt þegar maður þarf að hafa meira fyrir hlutunum þá skipuleggur maður sig bara betur. Áður en við förum að sofa þá er ég búinn að finna föt á krakkana og töskurnar tilbúnar. Veit að Klara var svona líka þegar ég var f. austan, en þegar við erum bæði heima, þá gerist ekkert og oft erum við ansi sein fyrir. Ég er búinn að ná að virkja Ragnhildi í að brjóta saman fötin úr þurrkaranum og henni finnst það bara skemmtilegt, spurning hversu lengi henni finnst það?? Ragnhildur kvartar samt yfir því að ég sé með allt og mikið af reglum. Hrafn Elísberg skilur ekkert í þessu að mamma hans skuli enn vera í flugvélinni!!!
Er ekki að meika þetta veður núna, vonandi er þetta ekki það sem koma skal í sumar.
Gleymdi að segja ykkur frá því að Ragnhildur að spila aftur á tónleikum um daginn og gekk bara svona rosalega vel. Hér er mynd frá því.

Fiðluleikarinn

Gott í bili..

hoa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com