sunnudagur, október 31, 2004

Bechtel... Þetta er ekki hægt

Nú get ég ekki orða bundist lengur.... Bechtel er fyrirtækið sem er með umsjón með að reisa álverið hérna þannig að við erum að vinna fyrir þá. Áður en ég byrjaði þá þurfti ég að undirrita siða og vinnureglur. Þar er tekið fram hvað má og hvað má ekki. Það er t.d bannað að vera með e-ð klámfengið efni, áfengi, glerflöskur eða glös, skotvopn og sprengiefni. Skil þetta með sprengiefnið en þetta með klámið finnst mér ekki vera þeirra bisness. Svo eru allar reglurnar! Það má ekki keyra með opinn glugga nema að vera með öryggisgleraugu, það má ekki fara ofan í skurð dýpri en 1.30 m, það mátti ekki vera í stuttermabol vegna hættu á að fá húðkrabbamein, það má ekki verða með farsíma á vinnusvæðinu, bannað að vera með myndavélar, bannað að pissa úti og svona mætti halda áfram. Á hverjum þarf að skrifa áhættugreiningu á hvað maður ætlar að gera yfir daginn. Þá þarf maður að segja hvaða hættur geti skapast og hvernig maður ætlar að reyna að minnka þá hættu. Td. byrja ég á því að taka GPS tækin út í bíl og þá get ég klemt mig, tognað í baki, hrasað og fl. Þá þarf ég að passa mig á oddhvössum hlutum, lifta rétt, horfa hvar maður stígur, vera í góðum skóm o.s.frv. svo er að keyra út á vinnusvæðið.... setja tækin upp... úfff. En auðvitað kemst þetta upp í vana. En þá er ekki öll sagan sögð. Frétti af því í gær að Bechtel starfsmenn hefðu verið að taka menn í áfengistjekk, þ.e. nokkrir þeirra sem voru að keyra eða á vinnuvélum voru tjekkaðir fyrir áfengi í blóðinu. Það voru allaveganna 4 sem voru teknir fyrir "drunk driving" (Þeir voru á pöbbinum kvöldið áður og enn með smá fengi í blóðinu). Starfsmenn þurfa að fara í áfengis og lyfjapróf inn á milli. Svo eru e-ð security fólk út um allt, það eru öryggisverðir í byggingum starfsmanna og maður þarf ALLTAF að að vera með work permit á sér. Ef e-r ætlar að kíkja í heimsókn til mín í Campinn þá þarf ég að láta Bechtel vita með 48 stunda fyrirvara og þá þarf viðkomandi gestur að fara á öryggisnámsskeið áður en hann getur heimsótt mig.
Sjammón hérna, þetta er verra en á Hrauninu!!!!!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com