laugardagur, nóvember 27, 2004

Reyðó

Tja fögur er hlíðin!!
Ekki hægt annað en að skella sér út og dást af þessu landslagi hérna. Útlendingunum hérna finnst afar merkilegt að þeir sjái ekki sólina. Fjöllin hér í kring eru svo há að sólin nær ekki upp fyrir þau á þessum tíma árs.
Annars er gott að frétta héðan að austan. Ég er byrjaður að vinna inni á Reyðarfirði núna en gisti enn á Egilsstöðum. Flyt sennilega í vinnubúðirnar strax eftir jól.
Nýjasta æðið hjá mér þessa daganna er að spila ping pong.. úff hvað mér finnst það gaman! Og talandi um borðtennis, þá virðist þetta aldrei ætla að hætta að fólk spurji mig hvort ég sé bróðir Gumma Stef borðtenniskappa. Það væri óskandi að það væri vegna taktanna við borðið en svo er ekki, fólki finnst við svona líkir.
En það er ekki allt dans á rósum!! Það er fullt sem fer hrikalega í taugarnar á mér hérna. Fyrst ber að nefna bloddí öryggisverðina hérna. Ef það sést ekki í work permit hjá manni (merki sem maður á að bera á sér) þá vinda þeir sér að manni og hella sér yfir mann og verður maður að finna permitið til að komast inn á skrifstofuna. Svo er allt í STOP merkjum t.d við útkeyrslu af bílastæðinu og líka 10 m síðar út á veg. Sekjúritas liðið skrárir svo niður ef e-r stoppar ekki við annað skiltið og skilar svo skýrslu í lok dags. Svo er fólk síétandi hérna á skrifstofunni sem er auðvitað hið besta mál ef fólk væri með e-ð sem lyktaði ekki svona viðbjóðslega. ohh best að hætta að pirra sig á öllu eins og sumir.. :) Farinn út að horfa á fjöllin....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com