fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Mohammed Jasser Abdul-Raouf Qudwa al-Husseini

Eða bara Yassie eins og við þekkjum hann er ded. Ef maður rennir aðeins yfir æfi kallsins þá er hún engin dans á rósum! Hann var aðeins 16 ára þegar hann byrjaði að smygla vopnum. 1948 sneri Arafat til Kaíró, stofnaði samtök palestínskra námsmanna. Frá Kaíró hélt Arafat til Kúveit og 1964 hélt hann til Jórdaníu til að stýra árásum al-Fatah, nýstofnaðra samtakanna sinna, á Ísrael. Sama ár voru Frelsissamtök Palestínu, PLO, stofnuð. Eftir auðmýkjandi ósigur araba fyrir Ísraelum í sex daga stríðinu 1967 varð al-Fatah leiðandi forystuhreyfing Palestínumanna, og 1969 varð Arafat leiðtogi PLO. Hussein Jórdaníukonungi þótti sér þá ógnað, og hermenn hans hröktu Arafat og félaga burt eftir blóðbað. Frá Jórdaníu lá leið Arafats til Líbanon en 1982 var honum ekki lengur vært þar eftir mannskæða innrás Ísraela. Þaðan var haldið til Túnis and so on...... Fjandinn sjálfur. Kallinn hafði örugglega mörg líf, hann lifði af margar árásir og jafnvel flugslys . Hann varð 75 ára og átti 9 ára dóttur sem segir okkur að hann hafi verið að gera góða hluti á mörgum vígstöðum!!!!

Farvel...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com