þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Sveitamenning

Já það er óhætt að segja að hér sé sveitamenning. Í gær þá þurfti einn aðstoðarmælingamaður að hætta fyrr því hann þurfti að fara heim að slátra!! Hann var nefnilega að skipta um atvinnugrein. Var bóndi með 400 rollur en núna að aðstoða við mælingar fyrir Fjarðaál. Hann fór því heim og sagaði nokkrar rollur í búta. Sama dag spurði Steini Mæló mig hvort ég vildi koma með honum eftir vinnu upp í sveit að flá! Flá hvað spurði ég, “nú minnka Hjössi, þurfum að flá 600 minnka”. Fjandinn!!!!
Svo var ég núna rétt í þessu að skella ‘ána þ.e. hella uppá. Menn á leiðinni heim svo ég ákvað að hafa kaffið í fljótandi formi, ekki malbiki eins og vaninn er hérna. Nú einum seinkaði e-ð svo hann ákvað að fá sér 1 bolla til og varð auðvitað alveg vitlaus yfir kaffinu... “ohhh helvítis 101 kaffi... þetta er ódrekkandi andskoti” sagði hann og togaði ullarsokkana aðeins lengra upp yfir gallabuxurnar.

Eðlilegt??
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com