mánudagur, nóvember 08, 2004

Sæla fyrir sunnan

Jæja þá er þetta frí búið og kallinn kominn aftur austur. Helgin var viðburðarík og þrælskemmtileg í alla staði. Miðvikudagskvöld sameinaðist fjölskyldan í kjúklingabitum og borgurum á KFC ohhhh alveg beisik að koma heim og byrja fríið á troða í sig einum zinger, massa af frönskum, borða líka afgangana frá krökkunum og Klöru og vera svo ded restina af kvöldinu og horfa á sig fitna!!!!
Fimmtudagurinn þá var verið að dytta að húsinu, afslappelsi og bara njóta þess að vera heima með famelíunni.
Svo var það fösturdagurinn.. Skellti mér í Kringluna upp úr hádegi og ætlaði að kaupa mér gallabuxur en gekk út með jakkaföt, gaman að því. Svo voru það tónleikar með Sinfó og Ný Dönsk um kvöldið. Úff það voru hreint út sagt magnaðir tónleikar. Þetta var í 1. skipti sem ég fer að sjá Sinfó og ég var virkilega hrifinn, snillingar þar á ferð. Spekúleraði mikið í tónlistarstjóranum, þ.e. kallinum með sprotann, eða “Brian the man” eins og Björn Jörundur kynnti hann. þarna hamast hann allan tímann veifandi sprotanum í allar áttir, hljóðfæraleikararnir allir gónandi á sínar nótur en enginn á hann. Hugsaði mikið til þeirra Írisar og Sævars, klassísktónlistarspekúlanta á meðan tónleikunum stóð því ég var með ótal spurningar varðandi hitt og þetta.
Ný Dönsk kom svo inn eftir hlé og gerði gott mót. Verð samt aðeins að minnast á Björn Jörund... púhe sá var fullur/skakkur/eða bara náttúrulega steiktur. Hann var stundum mjög fyndinn en átti nokkur komment sem voru á mörkunum. Jón Ólafs vildi láta klappa fyrir “fallegasta konsertmeistara í heimi” Sigrúnu Eðvaldsdóttur (þjóðarsöfnunarfiðlu) sem og allir gerðu en þá tók Björn Jör mækinn og sagði, “já.. falleg í myrkri” Get ekki annað en glott að þessu núna í dag en þetta var samt soldið kjánalegt. Svo kallaði hann tónlistarstjórann, Brian the man nýbúa í kjölfötum og gerði óspart grín af því hvað það var dýrt á tónleikana. Eftir tónleika var kíkt í rauðvín og osta hjá Bjössa Hák.

Laugardagurinn fór svo í að moka tæplega 4 tonnum af sandi upp af bílastæðinu.. Ég hélt hreinlega að ég væri að fara undir 6 fetin á síðustu hjólbörunum, en jákvætt var að ég brenndi ca ¼ af frönskunum frá því á miðvikudaginn. Úff þetta tók á og minnti mig hressilega á það að ÉG ER Í ENGU FORMI.
Um kvöldið fór svo fram uppskera Hunangstunglsins og var sú skemmtun virkilega GRAND, og þar sannaðist enn og aftur að þar er risa klúbbur á ferð og listin að drekka brennivín í hávegum höfð! Mæli með því að fólk kíki á leikmannakortin sem búin voru til að þessu tilefni.
Á sunnudaginn var farið í bæjarferð og gefið öndunum og þá fékk Hrafn Elísberg að sjá bra bra í 1. skipti! Kíkt á kaffihús, troðið í sig súkkulaðiköku með miklum rjóma!!
Salat næstu daga.. það er á tandur

En núna er það bara Austurland og ansi langt í næsta frí!

Hils að austan
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com