sunnudagur, október 31, 2004

Sunnudagar á Egilsstöðum

Þá fyllist bærinn af starfsmönnum Impregilo. Þeir ráfa hér um bæinn og vita ekkert hvað þeir eiga að gera af sér. Flestir skella sér í Kaupfélagið eða Bónus og kaupa upp allan Pilsner (óheppnir að koma á sunnudegi þegar ríkið er lokað) aðrir væflast um og reykja. Afgreiðslustelpurnar fá fullt af bréfum og símanúmerum!!! Náttúran aldeilis farin að kalla eftir nokkra mánuði uppá fjöllum. Skellti mér út í kaupfélag áðan og þar flissuðu allar stelpurnar í takt og bæði kínverjar og Portúgalir að deila út símanúmerum. Hhahahah skemmtileg upplifun þetta. Tilvalið tækifæri fyrir ljótt kvenfólk að skella sér til Egilsstaða á sunnudögum, þá geta allir fengið e-ð við sitt hæfi!!!!
Það er sagt við starfsmenn Impregilo þegar þeir eru ráðnir til Íslands að það séu 2 tímar í stóran bæ, eða one of Iceland’s largest towns. Hhahahha það held ég að þeir verði fyrir vonbrigðum þegar hingað er komið. Egilsstaðir er fallegur bær en afþreyingamöguleikar af skornum skammti.
Bíð eftir því að sjá Stebba Geir e-n sunnudaginn hérna með Kínverjunum, kaupandi sígarettur og pilla....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com