þriðjudagur, desember 07, 2004

Nýjasta nýtt

Tja.. lítið að gerast hjá Hjössa á Austurlandi annað en brjáluð vinna og mikið stress. Skrifstofurnar hérna á Reyðarf. eru að verða eins og flóttamannabúðir, þ.e. á mán til miðvikudags, þá eru allir á vakt og þ.a.l lítið rími á skrifstofunni. Nýjustu fréttir voru samt að koma inn rétt í þessu: Kallinn er að flytja á bloddí vinnubúðirnar á Reyðarfirði í þessari viku!!! Þá er það bara verbúðastemming, heyra manninn í næsta herbergi hrjóta, hósta, klóra sér, -pííp- sér!!!! Nei það er víst verið að ráða bót á þessu með einangrun milli herbergja, sem betur fer. Þetta var auðvitað alltaf á dagskrá svo ég er ekkert að væla neitt yfir þessu. Maður tekur þessu bara með bros á vör eins og flestu. Því ef maður er að svekkja sig á öllu þá verður þetta allt erfiðara!!! Vel gert Hjössi.. Pósitíf hugsun hérna!!!!
Annars er létt yfir kallinum vegna þess að þetta er síðasta úthald fyrir áramót, kem heim 15. des og fer ekki aftur fyrr en 3. jan = almennilegt jólafrí, svipað og að vera í skóla..
Sá það að það er búið að reka Stig Tøfting frá Arhus GF fyrir að lemja samherja í jólahlaðborði liðsins, tja vonandi að hann hafi ekki verið að lemja Helga greyið!! En annars bjuggum bæði ég og Stig í Horsens á sínum tíma, ég á Spedalsø en hann í fangelsinu. Hmmm lítill heimur!!! :)
En nóg um það.. best að vinna fyrir kaupinu sínu!
Hils frá Reyðarfirði!!!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com