laugardagur, apríl 23, 2005

Daginn

Góðan daginn
Kominn laugardagur og maður getur ekki hugsað annað en að núna sé farið að styttast í fríinu mínu :(
Hérna sitjum við feðgar saman og drekkum kaffi, eða ég drekk kaffi og hann að baksa við að borða Cheerios. Klukkan að verða 7 og erum við að hlusta á RÚV og bíða eftir fréttunum. Hann vaknar alltaf svona snemma, 6:30 í morgun og 6 í gær... En skítt með það, það er alltaf jafn gott að rífa sig á fætur og "chilla" saman fram eftir morgni, eða þangað til að Ragnhildur og Klara vakna. Klara fær yfirleitt að sofa aðeins lengur þegar ég er heima, eða allaveganna um helgar, ég tými ekki að missa af neinu...
Það verður að minnast á að Grundartanginn er seldur, það tók ekki nema eina helgi að selja hann.
Það er að vísu eitt vandamál sem kom upp við það.. Við þurfum að afhenda 15. ágúst en fáum ekki okkar fyrr en 1.okt. Það er því 1 og ½ mánuður sem við þurfum að græja einhversstaðar. Frekar fúlt en það er bara að reyna að gera gott úr því og spurning um að hanga á Hlemmi á meðan. Alltaf kunnað vel við Hlemm.

Fréttir frá Árósum, Búddi og Gunnþóra búin að eignast strák, búið að nefna hann Leo..Innilega til lukku með það!!!!

Jæja Hrafn búinn með 4 cheerios skálar og farinn að ókyrrast í sætinu. Best að fara í smá boltaleik og æfa undirskotin.

hoa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com