laugardagur, desember 03, 2005

Talandi um Cool

Lada Sport... Já Hennings réðst eiginlega á garðinn þar sem hann var lægstur!! Sennilega voru lödurnar ódýrustu jepparnir á markaðnum, en þær voru ófáar hálendisferðirnar sem stórfjölskyldan lagði í. Það er í raun alveg ótrúlegt hvað þessar Lödur fóru. Það var viðbjóðslegt að keyra þær og ekki fór mikið fyrir þægindunum! En alltaf komst ladan sitt og hvað eftir annað fór Hennings fjölskyldan stolt heim. Held að það hafi verið toppurinn þegar Hennings flaug yfir einn sjóskaflinn en stóri GMC in hans Árna Tholl sat eftir og Ladi Slav þurfti að draga þann stóra.. Held enn að sú stund ylji Henning um hjartaræturnar. Held að það sé enn verið að framleiða þessa bíla og maður nú enn nokkrar lödur á götunum. En þið getið lesið meira um Lödur hérna.
Annars væri ég til í að byrja aftur á svona ferðum. Getum byrjað á léttum ferðum sem Fordinn kemst en svo er draumurinn að fá sér Landcruiser!!


��2 af Lödum HenningsPosted by Picasa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com