mánudagur, desember 05, 2005

Duran í Horsens

Já það er ekki tekið út með sældinni að vera fluttur frá Horsens! 9.des verða Duran Duran tónleikar í bænum og auðvitað hefði maður skellt sér. Þó er afar ósennilegt að maður hefði fengið miða. Þegar um svona tónleika er a ræða í litlu leikhúsi þá er það bara þotulið og fólk sem á nóg af peningum, sbr. þessa frétt. Í henni segir frá aðila sem keypti 2 VIP miða á tónleikana á 144.000 danskar krónur. Það er 1.5 mills!!! Svo góðir eru þeir nú ekki fjandinn hafi það!!!
Ef við höldum áfram að tala um Horsens þá unnu þeir sinn fyrsta sigur í Superligaen um helgina.. Unnu Helga Sig og félaga í AGF. Þeir eru því komnir upp fyrir AGF og úr fallsæti. Bara svona innskot....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com