þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Demit Skemit

Já maður getur ekki annað en spurt sig hvort endalok Hjössa Mæló séu framundan? Þoli ekki síður sem hver póstur byrjar á að afsaka hversu langt síðan viðkomandi skrifaði. Þá er nú betur heima setið en af stað farið! Jú nó vott æ mín.
Frábær verslunarmannahelgi að baki og óhætt að segja að við höfum fengið flest veðurbrigði sem íslenskt sumar getur boðið upp á. Lögðum af stað á fimmtudaginn og gistum á Akureyri. Haldið snemma af stað upp í Ásbyrgi á föstudagsmorgninum. Um kvöldið voru svo Sigur Rósar tónlekar inni í Ásbyrgi og það var hreint mögnuð upplifum!! Veðrið gat ekki verið betra.. staðurinn stórkostlegur, helgin rétt að byrja, bjart framundan og allt það… Svo tók auðvitað nett þunglindi við í gær.. allt búið.. helgin, sumarið, löng ferð heim framundan o.s.frv. Svo til að létta okkur aðeins lundina þá pöntuðum við hjónin okkur í gærkvöldi far til DK!!!! Förum barnlaus í nokkra daga og þá er eins gott að vinir mínir í Stones haldi heilsu þangað til.

Svo er fjölgun í Spóahöfðafjölskyldunni!!! Já einn lítill ferfætlingur hefur bæst í hópinn! Kisan Mæja (30) var sótt í gær og flutt á sitt nýja heimili, Ragnhildi (nýju mömmu hennar) til mikillar ánægju.

Almenn leti og þreyta í dag og verið að reyna að ná sér í gang. Ekki mikið unnið, en netið skoðað grimmt í staðinn.

Leti kveðjur
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com