þriðjudagur, október 10, 2006

Gamall tuðari?

Er ég að verða að gömlum tuðara? Maður spyr sig!! Verð að viðurkenna að ég nokkrar áhyggjur af þessu, „ég verð að segja það”. Læt rosalega margt fara í taugarnar á mér og er farinn að kvarta yfir ótrúlegustu hlutum.
En fyrst að aldrinum, ég sagði jú gamall tuðari og þetta hangir vissulega saman. Ég er að byrja að fá grá hár.. sem eru viss ellimerki. Hef því litlar áhyggjur af því þá ég reikna með að verða eins og George Clooney!! En svo eru það nefhárin, mér finnst þau vaxa eins og vindurinn.. Það finnst mér hins vegar ekki eins flott! Alltaf leiðst nefháralangir menn! Svo er ég farinn að taka upp á því að girða bolina ofan í gallabuxurnar… Klara verður að vísu alveg vitlaus þegar það gerist svo ég næ að taka bolinn uppúr áður en ég fer út og hitti annað fólk, sem betur fer. Ég vill helst alltaf horfa á 10 fréttirnar og svo fljótlega fara í háttinn. Skamma krakkana í hverfinu fyrir að hjóla yfir garðinn hjá mér…Og tuðið heldur áfram, ég tuða yfir öllum andskotanum og í gær toppaði ég mig soldið. Þá var ég svo fúll að það svaraði ekki í 118 og ég skrifaði því kvörtunar póst til þeirra um leið og ég kom í vinnuna. Það var ekki fyrr en ég fékk svar í póstinum frá þessu ágæta fólki á 118 að ég áttaði mig á því að ég væri að verða leiðinlegi kallinn í hverfinu. Dí.. Frá og með þessum degi verður gerð bragabót í þessum málum. Er að spá í að minnka tuðið um allt að 15%

Hjössi tuð
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com