sunnudagur, september 03, 2006

Stonesdagur 3. sept 2006


Já stundin að renna upp. Gamall draumur að verða að veruleika. Er að sjálfsögðu í Horsens og hér er allt undirlagt af Stones hlutum. Bjórsölur á hverju horni, hljómsveitir að spila stones lög, 25% afsláttur í öllum búðum í tilefni af tónleikunum, svona á þetta að vera. Hér á Vibevej verður margt um manninn í dag. Fólk að koma frá Vestmannaeyjum, köben, Odense og Arhus. Grill og öl áður en labbað verður af stað á tónleikana. Ætlum að vera mjög snemma í því til að fá pláss á góðum stað. Líklegt að hinum 84.980 detti það sama í hug....
Stoppuðum í Odense á föstudaginn hjá Tinnu og Dadda í steik og rauðu og fleiru. Það var stórkostlegt að vanda. Héldum svo áfram til Horsens í gær.
Stones búinir að vera á fóninum allan tímann og búið að spá mikið í hvaða lög verði spiluð, set listar frá öðrum tónleikum skoðaðir og fl.

Best að fara að finna til Stones bolinn, kaupa pulsur og fleira á grillið, kæla ölinn og hækka aðeins í græjunum...

Veit að þetta á eftir að verða góður dagur!

Stones kveðjur...

hoa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com