mánudagur, ágúst 28, 2006

Talandi um rokk

Já það er vel við hæfi að skella þessari mynd hér inn vegna þeirrar rokkumræðu sem hefur verið í gangi. Þetta er engin önnur en Rokkamman sjálf að hengja sig á Hjössa mæló. Það gladdi mitt auma hjarta að hitta þennan snilling á Dillon á menningarnótt. Þar spilaði hún óskalögin mín í kippum.

Hjörtur Örn Arnarson og frú Rokkamma

En talandi meira um rokk þá styttist allhressilega í Stones í Horsens. Förum út eldsnemma á föstudaginn!!! oohhhhh magnað max.
Madonna var að spila í horsens á fimmtudaginn og fékk vægast sagt misjafna dóma. Ánægður með að nú er komin smá reynsla á að hafa 85.000 manna tónleika í Horsens. Það sem miður fór verður þá vonandi lagað. Virkilega góður hópur að fara á tónleikana á sunnudaginn og þetta getur ekki klikkað... 7, 9, 13..

Hils

Hjö
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com