þriðjudagur, nóvember 07, 2006

„Étið eins og hross”

Ég veit ekki hvernig það er með aðrar konur þegar þær fara á sitt mánaðarlega tímabil (alltaf átt bágt með að segja blæðingar eða túr) hvort þær hámi mikið nammi eða éti svakalega mikið eða e-ð. En ég er viss um að ég fer í hverjum mánuði á e-ð tímabil.. Nema að það tímabil heitir „étið eins og hross” tímabilið.
Ég bara ræð ekki neitt við neitt. Réðist í gær á skinkusalatið sem er inní ísskáp í vinnunni, dreif mig svo eftir vinnu í barnaafmæli og hámaði kökur, kom heim og gat ekki beðið eftir að krakkarnir sofnuðu, því þá var ráðist á gamlan linan snakkpoka og stóran Nóa súkkulaði rúsínukassa og 2 l kókflaska drukkin af stút. Fór með þetta allt upp í rúm og hámaði eins og vindurinn. Klara sagði að ég væri sjoppulegur.. Bætti svo að vísu við að ég væri ded sexý, þar sem ég var í sokkunum og í hlýrabol.
Veit að það fer um margan kvenmanninn núna þegar þær hugsa um mig bara í sokkunum og hlýrabolnum, með 2 l kók í vinstri og snakk og rúsínur í hinni… újejejeee
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com