fimmtudagur, janúar 25, 2007

Úr einu í annað...


Ja hérna.. Oft hefur verið sagt um mig að ég eigi til að vera svolítið „kven” En ég heyrði ansi skemmtilega frétt í morgun. Seint í gærkvöld var hringt í lögregluna vegna undalegra hljóða sem bárust úr baðskáp húsráðenda. Löggan mætir á staðinn og fer inn á baðherbergi þaðan sem hljóðin koma. Þeir opna skápinn og slökkva á rakvél mannsins!!! Húsráðandi gat því lagst rólegur til svefns og löggan farið að sinn öðrum hlutum.….Vods obb hérna…..
Ýmislegt bendir til að þetta hafi átt sér stað í Sólarsölunum, en það hefur ekki fengist staðfest!
En aftur að alvarlegri hlutum, HM í handbolta. Mikið svakalega var ég sáttur við þennan leik í gær. Uppáhaldið hans Jóns Viðars fór að hlaupa í nokkra bolta og sóknin að smella. Ohh frábært. Hlakka mikið til að horfa á leikinn á eftir. Gestir og gangandi velkomnir í Spóahöfðann. Búð upp á snakk og harðfisk, jafnvel brauð með kæfu og eplum líka.
Talandi um brauð og epli, þá er ég foj yfir því að birgjar og heildsalar séu að hækka verðið áður en samþykktar aðgerðir til að lækka matarverð taka gildi 1. mars nk. Ég er er eiginlega meira en foj.. Ég er brjálaður!! Þyrfti að virkja landann í að sniðganga þessa andskota. Hvet ykkur til að skoða þetta og sniðganga þessar vörur..
En jæja.. Áfram Ísland..
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com