þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Taugahrúgan


Ég veit eiginlega ekki hvar á að byrja og hvort ég eigi að vera að eyða púðri í að tala um HM. Jú við skulum stikla á stóru. Viku ferð sem var svakalega skemmtileg. Keflavík-Köben-Odense-Hamburg-Flensburg-Horsens-Odense-Köben-Keflavík. Nóg af ferðalögum en allt þess virði. Þvílík upplifum að horfa á þessa leiki og erfitt að lýsa stemmingunni og hávaðanum sem var þarna. Dana leikurinn fer í sögubækurnar sem sárasta tapið. Get hreinlega ekki talað um það. Fékk kjánahroll þegar ég las öll sms in aftur um morguninn, þá edrú!! Hef ekki séð leikinn og nota því tækifærið til að óska eftir upptöku af leiknum. Verð hreinlega að sjá þetta aftur til að geta tjáð mig um öll þessi svipbrigði sem ég hafi átt að hafa sýnt. Hvað þá þennan umtalaða grátur sem menn vilja meina að hafa átt sér stað. Spurning um að breyta Hjössa Mæló í Hjössa Væló???? Eeen virkilega skemmtileg ferð sem vissulega var óvissuferð um tíma.
Hef ákveðið að hafa þetta ekki lengra að sinni… Ég henti inn myndum frá ferðinni inn á Flickrið, sem þið getið skoðað með að smella á myndirnar hérna til hægri á síðunni.

Tjuuus (Össi frændi var viss um að þeir segðu cheers..)
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com