þriðjudagur, apríl 10, 2007

Fín helgi

Daginn
Je minn hvað það var gaman að komast aðeins í sveitina yfir páskana. Skelltum okkur í Mývó og það var heilmikið brallað. Fórum á skíði, vélsleða, 4hjól, lónið og så videre. Elduðum mikið af góðum mat og ég veit að það á eftir að koma fram seinna og ég get því alveg eins játað það á mig strax. Ég náði að eyðileggja nautalund í ferðinni með að ofelda hana. Ekki minn stíll það en mér til smá málsbóta þá var ofninn stilltur á 250 í stað 180!!! En fjandinn það var svekkjandi. Ragnhildur sýndi magnaða takta á skíðunum og var fáránlega fljót að ná tökum á þessu. 1-2 ferðir með mér og svo var hún óstöðvandi alein í brekkunni. Fórum á skíði upp við Kröflu og þegar komið var á staðinn var allt lokað. Þá var ekkert annað en að hringja bara beint í Landsvirkjun og fá þá til að opna fyrir okkur. Ég sagði nokkrar hetjusögur af mér og Nonna á skíðunum og það var nóg til að við fengum bara lyklavöldin af svæðinu. Gaman að því. Prófaði vélsleða sem var fáránlega kraftmikill.. Jedúddamía hvað það var gaman.
Set fyrir þá sem hafa einhvern áhuga, myndir hér inn á Flickrið frá páskunum.
Hils hoa

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com