fimmtudagur, mars 29, 2007

Tískuslys?

Já stundum velti ég því fyrir mér hvað sé málið með Hrafn Elísberg. Hann er núna á harður á því að vera ekki í buxum. Vill helst alltaf vera bara á sokkabuxunum og stundum leyfir mamma hans honum að fara í sokkabuxunum í leikskólann. Hann fer aldrei í náttföt, vill bara sofa í mismunandi búningum og fer í þá um leið og hann kemur heim. Í gær fann hann derhúfu sem hann á og stuttu seinna aðra. Þá var auðvitað ekki hægt að gera upp á milli og báðar settar á hausinn. Veit ekki hvað fóstrurnar á leikskólanum halda þegar drengurinn mætir í leikskólann á morgnana. En svona er þetta og allt á þetta eftir að eldast af honum. Myndin var tekin í morgun þegar sá stutti var tilbúinn í leikskólann, í danska búningnum undir jakkanum.
Steve helgi framundan!!! Daddi og Tinna á leiðinni í mat á morgun og það er ávísun á mikil þunnildi á laugardaginn. En þá tekur bara annað við. Ég er á leiðinni upp á Skaga á fund Akranesdeildar MÍ, karlaklúbbsins frá Horsens. Össhhhh
Er ekki enn búinn að skila skattaskýrslunni, en stefni á það í dag. Niðurdrepandi andskoti að reikna út alla þá vexti sem maður er að borga.. Jæja fjandinn, svona er þetta bara.
Verð svona í lokin að fagna þeim áformum Umhverfisstofnunnar að drepa nokkra sílamáfa, það eru ógeð!!!!
Bless
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com