laugardagur, mars 10, 2007

Lottó

Daginn allir
Enn ein laugardagsfærslan, nema núna sefur Hrafn Elísberg eins og steinn. Almenn þreyta í gær og ég skreið uppí rétt um 11 og var því vaknaður kl 07:00 eldhress og byrjaður að þamba kaffi.
Ætlaði að fara að tala um að núna væri stutt í vorið en var þá litið út um gluggann á hvíta jörð.. Samt kominn smá vorhugur í mig. Talandi um vor, þá væri ég alveg til í að skella
mér á Hólmavík til Sigga, smá mælingar uppi á heiði á daginn og svo bátsferðir og huggulegheit með Sigga á kvöldin.. Það voru gæðatímar...
Ég stóð sjálfan mig að því að dreyma um að vinna í lottóinu um daginn, þá eftir að þessi í USA vann 26 milljarða. Ætlaði að kaupa mér nýjan jeppa á ekki minna en 44” dekkjum.. og var að telja upp allt sem ég ætlaði að kaupa, þá sagði Klara: pældu í hvað þú yrðir vinsæll hjá konunum!! Núna þá færð þú svona ... njaahhh athygli (njaahh sagt með svip og hreim sem segir allt um hversu lítil athygli það væri..) en ef þú ættir 26 milljarða þá væru allar vitlausar í þig!!!! Hmmm skemmtilegt komment þetta frá minni heittelskuðu!!
En hver veit nema að ég taki þann 5-falda í kvöld og kaupi mér nýjan Patrol... eða nei þetta færi allt í húsið.. Ég skal allaveganna halda massa partæ.... Og kannski verða massa vinsæll hjá konunum :)

Hafið það gott...

Hjö
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com