sunnudagur, mars 11, 2007

Eitt Toblerone

Klara fékk þá flugu í höfuðið að pússa upp borðstofuborðið og mála það. Sá það að ég var greinilega ekkert að gefa mig í að vilja ekki kaupa nýtt. En þó svo að Klaru detti þetta í þá er það auðvitað ég sem þarf að gera þetta. Gekk svona ok, en vissulega erfitt að mála með svona olíumálningu. Nettur hausverkur í gangi vegna lyktarinnar. Heimsótti Nonna nef í dag (sunnudagur) og þar tjáði hann mér að hann væri kominn í smá ölpásu.. hvers vegna skil ég ekki, en víst að hann er í einhverju svona vitleysisátaki þá ákvað ég að gera e-ð líka. Dettur þó ekki í hug að hætta að drekka eða álíka vitleysu. Nei nei, Hjössi ákvað að hætta að éta nammi og það sem meira er.. hætta að drekka kók!! Núna verður það bara guli (áður hvítur) hlýrabolurinn en enginn snakkpoki og 2L kók við hliðiná.. Núna verður það bara Tuborg og kannski eitt epli eða e-ð... Veit samt ekki hvað ég endist í svona átaki þar sem mér finnst svakalega gott að háma nammi. Á magnaða spretti í namminu á kvöldin, þá er hámað, það get ég vottað.
Núna eru teikningar af húsinu að detta inn og þá fer ég í gang að leita tilboða.. Allar ábendingar vel þegnar...
Jæja Dexter byrjaður.. get ekki beðið eftir Lost á morgun....

Mojn

Hjössi
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com