mánudagur, mars 19, 2007

Venjulegur íslenskur dagur


Annasöm helgi afstaðin og enn einn helvítis mánudagurinn runninn upp!! Upphefjandi byrjun á bloggi! Morten Hertz stórvinur minn frá DK var á landinu og kíkti í mat til okkar á föstudaginn. Ég grillaði að sjálfsögðu og honum fannst skrýtið að standa yfir grillinu á stuttermabol og allt „á kafi í snjó”
Laugardagurinn var ansi skemmtilegur því þá tók ég Morten upp í Skálafell á snjósleða. Flott veður þegar lagt var í hann, en það var eins og hendi væri veifað þá kom blindbylur og sást lítið sem ekkert. Þá vorum við að vísu í bílnum á leið upp að skíðasvæðinu. Honum stóð ekki á sama og spurði ansi oft hvort ég væri að keyra eftir einhverjum vegi!! Svo komum við að bíl sem var farinn út af og þar voru fleiri jeppar að reyna að draga hann uppúr. Eftir smá jeppaleik þá var snúið við og haldið heim á leið, því ekkert sleðaveður. En rétt eins og bylurinn skall hratt á þá rofaði skyndilega til og við gátum sleðast aðeins. Þvílík upplifun fyrir Morten sem hélt að allt svona væri bara daglegt brauð fyrir okkur íslendingana.
Keypti loksins dekk og felgur undir Patta gamla í gær. Var að spá í að setja inn mynd af þeim, en veit ekki hvað Ausa vinkona mín hefði sagt þá!! Nei ég er nú ekki svo langt leiddur, það væri massa nördó.. er samt smá nörd… samt svona huggulega mikill nörd!!! Er það ekki annars??
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com