fimmtudagur, apríl 12, 2007

Pæling

Eru dagar mínir sem drykkjumanns á enda?
Verð ég einn af þessum sem sofna alltaf í sófanum (skoða bindið) rétt um miðnætti. Man alltaf eftir svona fólki hér í den þegar það var partæ hjá mö og pa. Ekki það að það hafi verið sofandi fólk allar helgar heima hjá mér. Nefni engin nöfn en það voru sumir sem voru fljótir að byrja að skoða bindið. Verð að viðurkenna að um páskana og líka bara síðustu misserin þá hef ég verið ansi kvöldsvæfur og þannig að þetta er farið að fara í taugarnar á „samdrykkjumönnum” mínum. Næstu helgi er svaka geim hjá vinahópnum. Þá er óvissuferð og það stefnir í góða mætingu og stemmingin er svo sannarlega byrjuð grassera innan hópsins. Þetta verður því nokkur prófraun á Hjössa litla og ég er nokkuð viss um að kem til með að standa mig. Hvort sem það er jákvætt að standa sig vel á þessu sviði eða ekki…. Ætla að láta eina svaka mynd fylgja með!!! Þetta er tekið eftir e-ð djamm í DK (massa seint :-) )
Heyri hreinlega í Ausu núna verða spá í hvað mér gangi til með að setja inn þessa mynd!! En svo er Hjössi Mæló bara!!!!

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com