föstudagur, apríl 27, 2007

Útlönd


Er núna að hamast við að gera allt klárt fyrir Vestmannaeyjaferðina. Er að fara með 6. fl. á mót alla helgina úti í Eyjum. Merkilegt hversu mikið puð það er að skipuleggja og koma öllu á hreint. Allir foreldrar þurfa að vita allt um allt. Þetta var ekki svona í den. Þá var bara Helgi Gúmm sem nennti að koma og horfa á okkur. En þetta er að smella og ég er búinn að kaupa sjóveikitöflurnar og allir reddí í bátana. Vona bara að það verði þolanlegt í sjóinn og guttarnir verði ekki gubbandi all over! Ragnhildur kemur með okkur og það er gaman að sjá hversu gífurlegan áhuga hún hefur á þessu.
Verð svo að koma inn á bankasölufólk… Merkilegir andskotar þar á ferð! Hringdi e-r frá Kaupþing og fékk upplýsingar til að geta gefið tilboð í bankaviðskipti. Svo hringdi hún aftur.. raulaði e-ð og sagði svo „við erum búin að skoða þig og okkur lýst svaka vel á þig og viljum fá þig yfir” Sjammón hérna.. Þetta er eins og það sé verið að fá mann yfir í KR.. Ohhh þoli ekki svona..
Jæja varð aðeins að fá að tuða.. alveg hættur að tuða!
Var að fá mér nýjan síma! Var kominn með ógeð á gamla vibbanum. Betri myndavél á þessum heldur en síðustu stafrænu myndavél sem ég átti.
En verð að halda áfram.. Þarf að smyrja ofan í 25 gutta.
Hafið það gott um helgina.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com