þriðjudagur, maí 08, 2007

Hnjúkurinn

Toppnum náð
Jæja.. Verð að segja aðeins frá Hjúknum!! Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð. Renndum austur í Skaftafell á fimmtudagskvöldið. Yndislegt að keyra þarna suður fyrir, annað en norður yfir heiðar. Heiðarnar fara illa í öll hestöflin hans Patta gamla!! Stórkostlegur staður, Skaftafell og þangað er yndislegt að koma og það er á tandur að þangað verður farið í útilegu í sumar. Landslag sem Hjössi litli er hrifinn af. En jæja aftur að ferðinni. Vorum 4 sem fórum, ég, Dísa Pé (betur þekkt sem Ásdís í Bakkavör J ) „Farinn” (Haraldur Örn Ólafsson) og Harðlínumaðurinn frá Berlín Jurgen. Lögðum af stað frá Sandfelli um kl 5 um morguninn og svo var bara þrammað alla leið upp á topp undir öruggri leiðsögn Farans. Tók vissulega langan tíma en þannig að manni leið vel allan tímann. Rúmlega 2000 m hækkun og ca 25 km leið. Mikil heppni að veðrið skildi leika svona við okkur. Var þvílíkt að fíla mig þegar við græjuðum okkur fyrir síðustu 300 metrana. Þá var broddunum skellt undir, ísöxin munduð og allir klárir í bátana. Þrumað á sig hvíta varasalfanum og það er ekki hægt að segja annað en að við lúkkuðum svaka vel. Væri alveg til í að príla smá meira og þá að hafa meira aksjón. Er einhver sem nennir með mér í svoleiðis?

Hópurinn niður kominn

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com