miðvikudagur, desember 08, 2004

Það er nú ekki hægt að neita því að stundum leiðist mér á kvöldin. Þriðjudagskvöldin eru t.d. ekki að gera gott mót. Nákvæmlega ekkert í TV-inu nema auðvitað Meistaradeildin en enginn staður sem er með opið til að horfa á þá veislu, því ekki er ég með Sýn.
Nú til að eyða tímanum þá hangi ég í baði í svona 45 mín og hlusta á tónlist á meðan. Nú er klukkan ekki nema 9 og það pirrar mig að geta ekki gert neitt! Það er bara ekkert að gera hérna á kvöldin, og svo er ég að flytja inn á Reyðarfjörð og ekki aukast möguleikarnir þá! Hei hvar er pósitíva hugsunin mín núna??
Er ekki bara best að skella einni mynd hérna inn til að gleðja mann! Þessi svipbrigði hjá honum Bjarka er e-ð sem ég get alltaf hlegið af...

magnað Posted by Hello
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com