föstudagur, apríl 29, 2005

Þungt yfir..

Þungt yfir Austurlandi og Glettingi þessa daganna. Sé ekki fram á að losna héðan í bráð. Ekki búinn að finna íbúð til að brúa millibilsástandið. Andrea dagmamman hans Hrafns Elísbergs þurfti bara að hætta einn tveir og geir, hún er ólétt. Engin dagmamma á lausu og ekki séns að komast á leikskóla strax og langt í að hann komist á hverfisleikskólann sem við viljum að hann verði á. Klara að reyna að klára önnina og Hjössinn aldrei heima til að hjálpa... L
En það kemur nú aldeilis með að lifna yfir Austurlandinu á morgun.. Þá kemur Klara and ðe kids í heimsókn. Við erum búin að leigja bústað á Einarsstöðum, ca. 10 km fyrir utan Egilsstaði. Ég þarf samt að vinna fram á miðvikudag, en það verður munur að fara upp í bústað til famelíunnar í stað “klefans” sem ég er með hérna á FTV (Fjarðaál Team Village). Þau lenda um 17:30 sem þýðir hætta snemma í vinnunni og drífa sig upp á Hérað að taka á móti þeim.
Margumræddur Steini Mæló og fjölsk. ætla að koma í grill á lau kvöldið og þegar við ákváðum þetta í gær þá fannst Steina tilvalið að stíga út úr bílnum og veiða e-ð í matinn. Alltaf með hólkinn reddí í bílnum...Villimaður?? Ójá...

Rigningarkveðjur að austan
hoa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com